Afsláttur af leiguverði

Heilsueflandi samfélag, stýrihópurinn í Mýrdalshreppi tekur fagnandi á móti umsóknum frá félagasamtökum og heilsuþjálfurum til að taka þátt í að skapa heilsueflandi samfélag. Mýrdalshreppur kemur á móts við félagasamtök og einstaklinga sem vilja halda námskeið með því að veita afslátt af leiguverði af sundlaug, íþróttasal, tækjasal, félagsheimilinu Leikskálum eða fundarherbergi. Mikilvægt er áður en að námskeið sé auglýst að tryggja að allir séu upplýstir um verð og að námskeiðið eða viðburðurinn fari eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins um heilsueflandi samfélag.

  • Kristín Ómarsdóttir, Æskulýða- og tómstundafulltrúi, verkefnastjóri heilsueflandi samfélags í Mýrdalshreppi,

tomstund@vik.is sími: 487-1210