Heilsueflandi verkefni

Sveitarstjórn Mýrdalshreppur lagði fram tillögu og var hún samþykkt að Mýrdalshreppur myndi sækja um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag til Landlæknis. Sveitarfélagið Mýrdalshreppur gerðist svo formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 8. Október 2021 á bæjarhátíðinni Regnboganum.

Markmið heilsueflandi samfélags er að stuðla að bættri heilsu og vellíðan íbúa en jafnframt skapa umhverfi og aðstæður til þess. Verkefnið er unnið í samstarfi við embætti landlæknis sem veitir leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélagið að styðjast við.

Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Mýrdalshrepps hefur yfirumsjón yfir verkefninu og vinnur að settum markmiðum með stýrihóp sem er skipaður af:

  • Kristín Ómarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, verkefnastjóri
  • Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Ívar Páll Bjartmarsson, slökkviliðsstjóri
  • Sunna Wiium Gísladóttir, lögreglukona
  • Svanhvít Sveinsdóttir, fulltrúi félags eldri borgara
  • Makis Tsafarakis, fulltrúi íbúa af erlendum uppruna

Með þátttöku í Heilsueflandi samfélagi hefur sveitarfélagið lýst því yfir að markmið heilsueflandi samfélags verði höfð að leiðarljósi við stefnumörkun og íbúum auðveldað eins og mögulegt er að velja hollari kost, hvort sem það snýr að mataræði, hreyfingu, vinnu, námi eða búsetukost.

Þema ársins 2023-2024 er: Samvera og hreyfing